spot_img
HomeFréttirSerbía sigraði EM kvenna 2015

Serbía sigraði EM kvenna 2015

Serbía sigraði Frakkland í skemmtilegum úrslitaleik EM kvenna í Búdapest í gærkvöldi, 76-68. Þetta er fyrsti Evróputitill kvennaliðs Serbíu.

 

Eftir að hafa lent 7 stigum undir í fyrsta hluta 15-22 gáfu þær serbnesku í og skyldu Frakkana eftir í rykinu. Serbía hélt Frakklandi í aðeins 10 stigum í þriðja hluta og var komið yfir 33-32 þegar flautað var til hálfleiks. Restin var aðeins formsatriði fyrir miklu betra lið Serbíu.

 

Þegar leikurinn var að klárast kallaði Ana Dabovic til liðsfélaga sinna að brjóta á andstæðingum sínum í von um að systir hennar, Milica Dabovic, sem hafði meiðst í fyrri hálfleik á handlegg og gat ekkert verið með í þeim seinni, fengi skiptingu inn á völlinn svo þær gætu fagnað leikslokum saman. Það gekk ekki eftir heldur fékk Ana boltann í hendurnar og Serbía hóf sókn. Ana tók þá á það ráð að henda boltanum út af vellinum til þess eins að stöðva klukkuna svo systir hennar kæmist inn á völlinn. Serbía fékk skiptingu og systurnar fögnuðu fyrsta Evrópumeistaratitli Serbíu saman.

 

Ana Dabovic, sem valin var besti leikmaður mótsins, leiddi þær serbnesku í stigaskori með 25 stig í úrslitaleiknum og Sonja Petrovic var skammt á eftir með 22. Sandrine Gruda leiddi hins vegar þær frönsku með 16 stig. 

 

Spánn sigraði svo Hvíta Rússland í leik um bronsið, 58-74.

 

Fréttir
- Auglýsing -