spot_img
HomeFréttirDrew Lehman til liðs við Þór Akureyri

Drew Lehman til liðs við Þór Akureyri

Þórsarar á Akureyri hafa gengið frá samkomulagi við bandaríska leikmanninn Drew Lehman um að leika með félaginu næstkomandi vetur. Hann kemur beint úr Ferris State háskólanum sem er í 2. deild háskólaboltans í Bandaríkjunum.

 

Lehman skoraði að meðaltali 19 stig í leik á lokaári sínu hjá Ferris State og skaut 43% frá þriggja stiga línunni. 

 

Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs hafði þetta að segja um Lehman á vefsíðu félagsins: "Þetta er langt frá því að vera flottasti prófíll sem ég hef samið við en ég hef trú á þessum strák og trúi að hann sé betri en prófíllinn segir til um. Þetta er duglegur strákur sem spilar skotbakvörð og er príma skytta. Þá er hann góður sendingamaður og sá liðsmaður sem ég tel henta okkur best akkúrat á þessum tímapunkti."

 

 

Þórsarar tilkynntu einnig um að Bjarni Rúnar Lárusson hefði gengið í raðir félagsins og muni leika með því á næstu leiktíð. Bjarni var áður hjá Hamri þar sem hann skoraði 5,7 stig og tók 3,5 fráköst í leik, en mun stunda háskólanám á Akureyri og því ákveðið að taka slaginn með Þór.

 

"Bjarni er topp drengur eins og hann á kyn til. Góður og duglegur leikmaður, frábær liðsfélagi og mikill félagsmaður sem er frábært að fá í félagið. Hann mun klárlega hjálpa okkur í þeirri baráttu sem framundan er og ljóst að samkeppnin í liðinu í vetur verður hörð," sagði Benedikt.

 

Frétt: Thorsport.is

Fréttir
- Auglýsing -