Þór Þorlákshöfn hefur gengið frá samkomulagi við bandaríska leikmanninn Vance Hall um að leika með liðinu í Domino's deildinni á komandi leiktíð. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu.
Hall er 193 cm leikstjórnandi sem útskrifaðist frá Bellarmine University fyrir ári síðan. Hall lék síðustu tvö árin sín hjá Bellarmine er 2. deildar skóli í bandaríska háskólaboltanum. Þar áður hafði hann verið hjá Wright State sem er 1. deildar skóli.
Á síðasta ári sínu hjá Bellarmine var hann með 14,7 stig að meðaltali í leik. Þar að auki var hann með 4,6 fráköst og 4,7 stoðsendingar og hitti 41,4% fyrir utan þriggja stiga línuna.
Hall verður tilbúinn til leiks með Þór strax í upphafi deildar 14. september nk.
Fyrir áhugasama er hér að neðan ansi langt myndband með tilþrifum Vance Hall (nr. 21) á lokaári Bellarmine.