spot_img
HomeFréttirUndir 20 ára karla lutu í lægra haldi gegn Frakklandi - Mæta...

Undir 20 ára karla lutu í lægra haldi gegn Frakklandi – Mæta Grikklandi í 16 liða úrslitum á miðvikudag

Undir 20 ára karlalið Ísland mátti þola nokkuð stórt tap fyrir Frakklandi í dag á Evrópumótinu í Heraklion, 45-110.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikur dagsins aldrei neitt sérlega spennandi, en atkvæðamestur fyrir Ísland í leiknum var Kristján Fannar Ingólfsson með 11 stig, 1 stoðsendingu og Elías Bjarki Pálsson skilaði 8 stigum, 2 fráköstum og 1 stoðsendingu.

Fyrir leikinn hafði Ísland unnið einn leik og tapað einum, en sökum úrslita í leik Slóveníu og Þýskalands hafna þeir því í þriðja sæti riðils síns.

Næst á dagskrá hjá liðinu eru 16 liða úrslit mótsins, en í þeim mun Ísland mæta Grikklandi komandi miðvikudag 12. júlí.

Tölfræði leiks

Upptaka af leiknum

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -