spot_img
HomeFréttirÆfingabúðir ungra KR-inga í Zlatibor, Serbíu

Æfingabúðir ungra KR-inga í Zlatibor, Serbíu

22 KR drengir fæddir árin 2001-2003 eru nýkomnir frá Red Star Summer Basketball Camp sem eru haldnar árlega í Zlatibor fjöllunum í Serbíu. Skólastjóri búðanna er serbneska goðsögnin Branko Karalejic.

 

Branko stýrir körfuknattleiksakademíu Rauðu Stjörnunnar, en það lið er stór klúbbur í Evrópu og hefur staðið sig vel í meistaradeildinni síðustu tvö ár. Branko er einnig einkaþjálfari Nemanja Bjelica, sem var nýlega að skrifa undir feitan 3 ára samning við Timberwolves.

 

Æft var tvisvar á dag í sjö daga og í lok búðanna var leikið við CSKA (Rússland) og KK Srem Sremska Mitrovica (Serbía). Ferðin stóð alls í 10 daga og notaði hópurinn aukadaga til að skoða sig um í Serbíu. Ferðin gekk vel í alla staði. Bojan Desnica hélt utan um hópinn og skipulagði ferðina sem er á hans heimaslóðir.

 

Þetta er í sjötta sinn sem KR-ingar fara í þessar búðir, alls hafa um 120 Vesturbæingar heimsótt þær og er Bojan strax farinn að huga að næstu Serbíuferð.

Fréttir
- Auglýsing -