spot_img
HomeFréttirDagbjört Samúelsdóttir til Vals

Dagbjört Samúelsdóttir til Vals

Valur gekk í dag frá samkomulagi við tvo leikmenn kvennaliðs félagsins fyrir næstu leiktíð. Þetta eru Dagbjört Samúelsdóttir sem kemur frá Haukum og Guðbjörg Sverrisdóttir sem framlengdi hjá félaginu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá körfuknattleiksdeild Vals.

 

Dagbjört hefur fram að þessu leikið allan sinn feril hjá Haukum, en hún er 22 ára framherji og skoraði 7 stig að meðaltali í leik á síðustu leiktíð.

 

Guðbjörg er landsliðskona og lék meðal annars í silfurliði Íslands á Smáþjóðaleikunum í sumar. Guðbjörg er einnig 22 ára en hefur spilað bakvörð fyrir Val undanfarin 4 ár og verið þar í lykilhlutverki. Hún skoraði 11 stig í leik og tók 6,6 fráköst og gaf 4,5 stoðsendingar að meðaltali á síðustu leiktíð.

 

Dagbjört og Guðbjörg sömdu báðar til tveggja ára við félagið.

 

Mynd: Ari Gunnarsson, þjálfari kvennaliðs Vals ásamt Dagbjörtu (tv.) og Guðbjörgu (th.), Kkd. Vals.

Fréttir
- Auglýsing -