Þór Þorlákshöfn hefur samið við Hraunar Karl Guðmundsson um að leika með félaginu á næstkomandi leiktíð. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu í dag.
Hraunar Karl er uppalinn Bliki og lék með Breiðabliki í 1. deildinni á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði 2,6 stig að meðaltali í leik á rúmlega 6 mínútum. Þar áður lék hann með KFÍ í úrvalsdeildinni.
Hraunar og Einar þjálfari Þórs eru ekki ókunnir hvor öðrum því sá fyrrnefndi hóf meistaraflokksferil sinn undir stjórn þess síðarnefnda hjá Blikum árið 2007.
Mynd: Jóhanna Hjartardóttir, formaður Þórs Þorlákshöfn og Hraunar Karl handsala samninginn í dag – Þór Þorlákshöfn.