spot_img
HomeFréttirTap í fyrsta leik U18 á EM

Tap í fyrsta leik U18 á EM

Íslenska U18 landsliðið átti ekki góðan leik gegn Ísraelum í fyrsta leik sínum á EM b-deildar sem fram fer í Austurríki þessa dagana. Leiknum lyktaði með nokkuð öruggum sigri Ísraelsmanna, 73-90.

 

Íslenska liðinu tókst að halda leiknum jöfnum fyrsta fjórðunginn en því næst fóru þeir ísraelsku að síga fram úr og litu aldrei aftur.

 

Okkar menn voru grjótharðir í fráköstunum og sigruðu frákastabaráttuna 51-46 en íslenska liðið tók samtals 23 sóknarfráköst í leiknum. Það var einna helst skotnýting liðsins sem dróg úr en 29,9% skota okkar manna rötuðu niður. Vítanýtingin var einnig slök en þeir misnotuðu 16 af 36 vítaskotum í leiknum. 

 

Kristinn Pálsson leiddi íslenska liðið í stigaskori með 19 stig, en fast á eftir honum kom Kári Jónsson með 18.

 

Næsti leikur er gegn Makedóníu kl. 13:45 á morgun.

 

Tölfræði leiks.

 

Mynd:  Kári Jónsson var með 18 stig í leiknum gegn Ísrael (HT)

Fréttir
- Auglýsing -