spot_img
HomeFréttirU16 kvk: Ísland gjörsigrar Wales í undanúrslitum

U16 kvk: Ísland gjörsigrar Wales í undanúrslitum

Íslenska U16 landslið kvenna lék í undanúrslitum EM C-deildar gegn velska landsliðinu í dag og tryggði sér þátttöku í úrslitunum með yfirburðarsigri á slöku liði Wales-verja, 86-20.

 

Velska liðið náði að skora fyrstu 2 stigin í leiknum en meira kom ekki frá þeim fyrr en ein og hálf mínúta voru eftir af fyrsta hluta, en þá höfðu íslensku stelpurnar skorað 18 stig í röð. Velska liði náði aldrei að skora meira en 8 stig í fjórðung en þær töpuðu alls 43 boltum í leiknum, þar af 36 stolið af íslenska liðinu.

 

Allir leikmenn Íslands skoruðu í leiknum en Þóranna Kika Hodge-Karr leiddi liði með 16 stigum og vantaði sáralítið upp á þrennuna með 9 fráköst og 8 stolna bolta þar að auki. Næst henni kom Dagbjört Dögg Karlsdóttir með 15 stig og 7 stolna bolta.

 

Íslenska liði mun því mæta annað hvort Armeníu eða Möltu í úrslitunum sem fara fram á morgun kl. 16:00.

 

Tölfræði leiks

 

Mynd:  Dagbjört Dögg Karlsdóttir skoraði 15 stig og stal 7 boltum í undanúrslitaleiknum gegn Wales í dag. (FIBA Europe)

Fréttir
- Auglýsing -