Engin liðbönd slitin eða skemmdir á liðþófa í hnénu á U18 landsliðsmanninum Kára Jónssyni sem meiddist í leik gegn Írlandi á Evrópumóti B-deildar U18 í Austurríki í vikunni. Kári lék ekki með í leik liðsins gegn Georgíu í gær vegna þessa, en Ísland tapaði þeim leik með tveimur stigum, 87-85.
Kári var sendur í segulómskoðun þar sem fram kom að engar skemmdir væru á liðböndum eða liðþófa og því ætti ekkert að hindra þátttöku hans í leikjum mótsins þegar hann getur hlaupið almennilega á hnénu.
"Við metum stöðuna í dag og sjáum hvort hann geti spilað leikinn í kvöld gegn Svíþjóð," sagði Einar Árni þjálfari liðsins þegar Karfan.is heyrði í honum í fyrr dag.