Undir 18 ára stúlknalið Íslands mátti þola tap í dag gegn Slóvakíu í fyrri leik sínum í umspili um sæti 5-8 á Evrópumótinu í Búlgaríu. Ísland mun því leika lokaleik sinn á mótinu um sæti 7 eða 8 á morgun gegn heimastúlkum í Búlgaríu.
Karfan spjallaði við Emmu Hrönn Hákonardóttur eftir leik í Sófíu. Emma var stigahæst í liði Íslands í dag með 11 stig og þá bætti hún einnig við 5 fráköstum og 3 stoðsendingum.
Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil