Undir 20 ára karlalið Íslands lagði Slóveníu í dag á fyrsta leikdegi sínum á Evópumótinu á Krít, 70-65.
Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikurinn nokkuð jafn alveg fram á lokamínúturnar, en ein fallegasta karfa leit dagsins ljós þegar rúm ein og hálf mínúta var eftir af leiknum. Í stöðunni 66-65 kemur Tómas Valur Þrastarson upp með boltann sem leikstjórnandi liðsins, sér smá glufu á vörn Slóveníu og lætur vaða að troða boltanum. Ekki slæm karfa frá yngsta leikmanni liðsins á einu stærsta augnabliki leiksins.
Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil