spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÁlftnesingar semja við Daniel Love

Álftnesingar semja við Daniel Love

Nýliðar Álftaness hafa samið við Daniel Love um að leika með liðinu á komandi tímabili í Subway deild karla.

Daniel er 24 ára gamall sænsk/bandarískur bakvörður sem kemur til liðsins frá Eckerd Tritons í bandaríska háskólaboltanum. Þar skilaði hann 18 stigum, 5 fráköstum, 4 stoðsendingum og 2 stolnum boltum að meðaltali í leik.

„Við erum mjög ánægð að hafa fengið Daniel til liðs við okkur. Hann ætti að passa virkilega vel inn í leikstíl okkar. Hann er topp karakter og hæfileikaríkur leikmaður sem leggur sig fram bæði í vörn og sókn. Nú ríkir mikil spenna í herbúðum liðsins, við hlökkum til að fara á fullt og finnum fyrir miklum stuðningi Álftnesinga,” segir Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness.

Fréttir
- Auglýsing -