spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaAntti Kanervo aftur í Garðabæ

Antti Kanervo aftur í Garðabæ

Stjörnumenn hafa samið við hinn finnska Antti Kanervo um að leika með liðinu á komandi leiktíð í Subway-deild karla, en frá þessu greinir félagið á Facebook síðu sinni í dag.

Kanervo þekkir vel til í Umhyggjuhöllinni, en hann lék með Stjörnunni tímabilið 2018-19, og varð m.a. bikarmeistari með liðinu. Það tímabil gerði Kanervo tæp 17 stig að meðaltali í leik fyrir Garðbæinga. Á síðasta tímabili lék Kanervo með Helsinki Seagulls í finnsku úrvalsdeildinni, sem varð finnskur meistari í fyrsta skipti í sögu félagsins á nýliðinni leiktíð.

Fréttir
- Auglýsing -