Undir 18 ára lið stúlkna leikur í dag gegn Bosníu í 8 liða úrslitum á Evrópumótinu í Búlgaríu.
Í riðlakeppni mótsins unnu þær Danmörku, Holland og Makedóníu, en þurftu að lúta í lægra haldi gegn Króatíu.
Þetta er aðeins í þriðja skipti frá upphafi sem liðið nær að tryggja sig í 8 liða úrslitin.
Hérna er hópur undir 18 ára stúlkna
Leikurinn verður í beinni útsendingu hér kl. 10:00
Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil