Fyrsti óspennandi leikur mótsins hérna í Berlín var leikinn í kvöld milli Spánar og Tyrklands. Spánverjar hafa hrist af sér rykið og eru byrjaði að spila körfubolta.
Leikurinn var einstefna allt frá upphafi en Tyrklandi tókst ekki að skora fyrr en eftir 2 mínútur af leiktíma. Besti leikmaður Tyrklands, Ersan Ilyasova fór ekki í gang fyrr en í seinni hálfleik en hann skoraði 11 af 15 stigum sínum á síðustu 20 mínútunum.
Þrátt fyrir að hafa hirt 17 sóknarfráköst í leiknum (af 30 í heildina) tókst Tyrklandi ekki að komast skammarlaust frá þessum leik. Spánn hitti úr 40 af 63 skotum sínum, þar af 12/21 í þriggja stiga skotum og sigraði hann örugglega 77-104.
Pau Gasol sýndi að hann á nóg eftir og setti 21 stig í leiknum og tók 7 fráköst.
Mynd: FIBA Europe