spot_img
HomeFréttirSigmundur þurfti myndband til að úrskurða dóm

Sigmundur þurfti myndband til að úrskurða dóm

Sigmundur Herbertsson dæmdi háspennuleik Litháen og Belgíu í D-riðli í Riga í dag. Belgar unnu leikinn á ótrúlegan hátt með því að Pierre-Antoine Gillet blakaði boltanum ofan í eftir að Sam Van Rossom brenndi af stökkskoti. Tæpt varð það því flautan gall um leið og hann snerti boltann og því þurfti að endurskoða atvikið af myndbandi.

 

Sigmundur og félagar renndu yfir þetta og dæmdu körfuna góða og þar með 74-76 sigurinn á Belgana. Myndband af atvikun er hér fyrir neðan.

 

Fréttir
- Auglýsing -