Spænski Svartfellingurinn og Chicago Bulls leikmaðurinn Nikola Mirotic reif í sundur þjóðfána Serbíu eftir leik Ítalíu og Spánar í dag í B-riðli Eurobasket 2015. Myndatökumaður RÚV náði atvikinu á myndband sem birt var á vef sjónvarpsins fyrr í dag.
Mirotic er fæddur í Svartfjallalandi en fluttist 14 ára til Spánar. Svartfjallaland sleit sig frá Serbíu árið 2006 með því að lýsa yfir sjálfstæði svo það er eflaust lítil ást milli þessarra þjóða.
Mirotic baðst afsökunar á Twitter eftir leikinn og sagðist fullur iðrunar eftir atvikið og hafi ekki áttað sig á því hvað hann hafi verið að rífa í sundur.
I am deeply sorry about my reaction after the game. I did not realise that it was a flag let alone the serbian one (1/2)
— Nikola Mirotic (@threekola) September 9, 2015
I was looking at the floor due to the tension of the game and I felt something on my face. I would never offend any symbols. (2/2)
— Nikola Mirotic (@threekola) September 9, 2015