Haukur Helgi Pálsson er í viðræðum við belgíska liðið Spirou Charleroi eins og fram kom í frétt Morgunblaðsins í dag. Viðræður standa enn yfir en Haukur er enn ekki kominn með samning í hendurnar til undirritunar. Haukur segir Charleroi vera eina áhugaverða kostinn í stöðunni, enn sem komið er.
Haukur spilaði frábærlega fyrir íslenska liðið á EM í Berlín með 12,8 stig og 56% þriggja stiga skotnýtingu.