spot_img
HomeFréttirLengjubikarmeistarar fengu skell í fyrsta leik

Lengjubikarmeistarar fengu skell í fyrsta leik

Tveir leikir fóru fram í Lengjubikarnur, í karla- og kvennaflokki hvor um sig. Grindavík sigraði ríkjandi Lengjubikarmeistara KR í DHL höllinni 62-88. Grindvíkingar héldu KR í aðeins 24 stigum í seinni háfleik á meðan þeir skoruðu sjálfir 47. Jón Axel Guðmundsson leiddi Grindvíkinga með 14 stig en hjá KR var Þórir Þorbjarnarson stigahæstur með 17.

 

Í Lengjubikar kvenna mættust Njarðvík og Skallagrímur í Ljónagrifjunni en þaðan fóru Skallagrímskonur út með öruggan sigur, 59-72 eftir að hafa verið aðeins 4 stigum yfir þegar um 2 mínútur voru eftir af leiknum. Sigrún Ámundadóttir var stigahæst Skallagríms með 39 stig en hún mun spila með liðinu í haust þar til hún heldur aftur til atvinnumennsku.

 

Haldin var tölfræði í hvorugum leiknum og því eru þessar fréttir því byggðar á heimildum frá KKÍ og Facebook síðu Skallagríms.

 

Mynd: Jón Axel var stigahæstur Grindvíkinga með 14 stig. (Bára Dröfn)

Fréttir
- Auglýsing -