spot_img
HomeFréttirFrakkland náði bronsinu

Frakkland náði bronsinu

Leik Frakklands og Serbíu um bronsið á Eurobasket 2015 var að ljúka rétt í þessu með nokkuð öruggum sigri Frakka 81-68. Serbar virtust þreyttir í leiknum og ekki sjónarsvipur á þeim síðan í riðlakeppninni í Berlín. Frakkar hins vegar klárir í leikinn og einbeittir að sýna áhorfendum sínu í Lille að þeir ætluðu að ná bronsinu.

 

Serbar hittu illa fyrir utan þó Bjelica og Bogdanovic hafi tekist að halda sér í 4/12 saman þá skutu Teodosic og Erceg samtals 0/9. Frakkar hittu lítið betur en Orlando Magic leikmaðurinn Evan Fournier setti niður 3/4 skotum sínu utan þriggja stiga línunnar og lauk leik með 15 stig. Rudy Gobert var einnig illviðráðanlegur í teignum einnig með 15 stig.  Nando De Colo leiddi hins vegar Frakkana með 20 stig.

 

Hjá Serbíu var það Bogdan Bogdanovic sem leiddi liðið með 14 stig en fast á eftir honum kom Nemanja Bjelica með 12. Milos Teodosic var fjarri góðu gamni með aðeins 3 stig en hann hitti ekki úr einu einasta skoti utan af velli í dag og var aðeins með 3 stoðsendingar.

 

Úrslitaleikur Spánar og Litháen hefst kl. 17:00 og verður í beinni á RÚV í kvöld.

 

 

Mynd: Evan Fournier var drjúgur fyrir Frakkland í dag. (FIBA)

Fréttir
- Auglýsing -