Unglingalandsliðsmaðurinn Friðrik Leó Curtis, leikmaður ÍR, hefur verið valin til að taka þátt í NBA Academy Games sem fram fer í borginni Atlanta í Bandaríkjunum frá 5. til 9. júlí næstkomandi.
Friðrik Leó er 210 cm hár framherji fæddur 2005, sem hefur vakið mikla athygli erlendra útsendara að undanförnu, og hefur nokkrum sinnum farið í æfingabúðir úti í heimi.
NBA Academy Games eru, eins og nafnið gefur til kynna, úrvalsbúðir á vegum NBA deildarinnar, þar sem efnilegir leikmenn víðs vegar úr heiminum fá tækifæri til að sýna sig og sjá aðra.