spot_img
HomeFréttirCrittenton miðaði hlaðinni byssu á Gilbert Arenas

Crittenton miðaði hlaðinni byssu á Gilbert Arenas

Í vikunni komu út bók Caron Butler "Tuff Juice: My Journey from the Streets to the NBA" en þar fer hann ítarlega yfir atvikið í búningsklefa Washington Bullets Wizards þegar allt stefndi í óhefðbundna skotæfingu hjá körfuboltaliðinu.

 

Javaris Crittenton var lítt þekktur leikmaður í NBA deildinni en hafði verið nýkominn til Wizards eftir skipti þegar hann lenti í útistöðum við Gilbert Arenas sem mikið var fjallað um fyrir um 4 árum síðan.

 

Arenas hafði tapað fyrir Crittenton í spilum um borð í flugvél liðsins og skuldaði honum $1.100 sem sá síðarnefndi vildi fá greidda. Rifrildi þeirra tveggja varði alla flugferðina og þurfti meðal annars Antawn Jamison að koma á milli þeirra svo ekki kæmi til handalögmála. Þegar vélinn hafði lent átti þetta samtal sér stað:

 

“I’ll see your [expletive] at practice and you know what I do,” Gilbert said.

“What the [expletive] you mean, you know what I do?” replied Javaris.

“I play with guns.”

“Well I play with guns, too."

 

Arenas stóð við stóru orðin og kom með byssusafnið sitt í búningsklefann og sagði liðsfélaga sínum að velja eina og láta vaða í sig.

 

“Hey, MF, come pick one,” Gilbert told Javaris while pointing to the weapons. “I’m going to shoot your [expletive] with one of these.”

“Oh no, you don’t need to shoot me with one of those,” said Javaris, turning around slowly like a gunslinger in the Old West. “I’ve got one right here.”

He pulled out his own gun, already loaded, cocked it, and pointed it at Gilbert.

 

Butler sagði búningsklefann hafa tæmst á augabragði en Butler – sem segist vanur svona uppákomum úr æsku en hann var orðinn eiturlyfjasali um 11 ára aldur – reyndi að róa Crittenton niður á meðan Arenas læddist út með skottið á milli lappanna. Þjálfara liðsins, Flip Saunders datt ekki í hug að hætta sig inn á meðan á þessu stóð.

 

Ferli Crittenton var lokið eftir þetta en hann var síðar dæmdur fyrir manndráp og stórfelldan eiturlyfjaflutning. Hann viðurkenndi í réttarhöldunum að hann hafi gengið til liðs við Crips glæpagengið stuttu eftir að hann var valinn í NBA deildina af Los Angeles Lakers.

 

Arenas lék aðeins í 2 ár eftir þetta í NBA deildinni en lifði þó hátt á feitum tékka sem Wizards þurftu að greiða honum löngu eftir að hann hætti að spila.

 

Myndin er samsett en er mjög tengd fréttinni.

Fréttir
- Auglýsing -