spot_img
HomeFréttirÆtlum að bæta leik liðsins jafnt og þétt

Ætlum að bæta leik liðsins jafnt og þétt

Miklar breytingar hafa orðið á ÍR liðinu frá síðustu leiktíð en Bjarni Magnússon hefur það að markmiði að bæta leik liðsins jafnt og þétt yfir leiktíðina.

 

Leikmannahópur liðsins (komnir/farnir)
Töluverðar breytingar á hópnum, Matti Sig, Pálmi Geir, Raggi Braga og Trey Hampton eru farnir og spila ekki með ÍR í vetur. En nokkrir leikmenn hafa skipt yfir í ÍR, þeir helstu eru Oddur Rúnar Kristjánsson, Trausti Eiríksson, Eyjólfur Ásberg Halldórsson, Daði Berg Grétarsson og Jonathan Mitchell. Svo hafa drengir úr yngri flokkum ÍR verið að stíga sín fyrstu skref í mfl núna í lengjubikarnum og einnig má segja að við séum að fá nýjan leikmann í Björgvini Ríkharðssyni þar sem hann var frá allt sl tímabil vegna meiðsla.

Hvernig hefur undirbúningur liðsins gengið í sumar og upp á síðkastið?
Undirbúningurinn hefur gengið ágætlega, drengirnir æft vel í sumar og koma vonandi í góðu standi inn í mótið. Höfum spilað þó nokkuð af leikjum sl vikur, bæði í Lengjubikarnum sem og æfingaleikjum. Tel vera nokkuð góðan stíganda í þessu hjá okkur, fáum Mitchell inn í þetta á næstu dögum sem og Daða Berg. Munum spila 3 æfingaleiki fram að fyrsta leik þannig að ég tel að við verðum klárir þann 15.okt.

Komandi tímabil og væntingar þjálfara og liðsins til þess?
Erum eftir að setjast niður og setja okkur markmið fyrir veturinn þannig að ég veit ekki hvaða væntingar leikmenn hafa til tímabilsins. En væntingar mínar er einfaldlega þær að bæta leik liðsins jafnt og þétt, vonandi skilar það sér í fleiri stigum sbr við sl tímabil!

Hvaða lið telur þú sterkust í dag fyrir mót?
Veit svo sem ekki hvaða lið er sterkast í dag, hef ekki séð nærri öll liðin spila. En af þeim sem ég hef séð þá líta Haukar vel út sem og Tindastóll. En þegar KR ingar verða komnir með alla sína leikmenn aftur í búning þá verða þeir mjög sterkir og lang líklegastir til að fara alla leið.

Fréttir
- Auglýsing -