spot_img
HomeFréttirFyrsta markmið að tryggja veru okkar í deildinni

Fyrsta markmið að tryggja veru okkar í deildinni

Snæfellingar eiga erfitt tímabil framundan og markmiðin þeirra orðin önnur en þeir hafa vanist.

 

Leikmannahópur liðsins (komnir/farnir)
Komnir.
Þorbergur Sæþórsson, Sherrod Nigel Wright, Óskar Hjartarson og Birkir Freyr Björgvinsson
Farnir.
Cris Woods, Pálmi Freyr Sigurgeirsson hættur (skór á hillu) og Snjólfur Björnsson fór í Breiðablik.  

Hvernig hefur undirbúningur liðsins gengið í sumar og upp á síðkastið? 
Hver einstaklingur var í lyftingum í sumar og hópurinn er ekki búinn að vera lengi saman í heild og því lítið um 5 á 5 hjá okkur.  En við erum komnir á fullt og stefnum á að verða betri með hverjum degi.  Framundan eru æfingaleikir sem verða okkur mikilvægir þangað til að Domino's deildin hefst 15. október.

Komandi tímabil og væntingar þjálfara og liðsins til þess?
Við þurfum að berjast fyrir hverjum sigri eins og það sé úrslitaleikur.  Hópurinn þarf að mynda sterka liðsheild og vera líkt og einn maður í baráttunni sem framundan er.  Okkar fyrsta markmið verður að tryggja veru okkar í deildinni og þegar að það er komið horfum við fram veginn.  Við þurfum á öllu í liðinu og í kringum liðið til að standa okkur í vetur.

Hvaða lið telur þú sterkust í dag fyrir mót?
Ég tel KR með sterkasta liðið enda vel mannað af skemmtilega spilandi leikmönnum sem hafa mikinn leikskilning.   Það eru svo vel mönnuð lið á suðvesturhorninu og fyrir norðan sem munu ætla sér annað sætið.  Í fyrra var gríðarlega lítill munur á liðunum í þriðja sæti niður í það níunda og gæti ég alveg séð svona pakka fyrir mér.  Spennandi mót framundan og nú er bara að standa sig.

Fréttir
- Auglýsing -