Mikil spenna í herbúðum Keflavíkurstúlkna en þær eru að sögn Margrétar Sturlaugsdóttur, þjálfara liðsins, hoknar af reynslu úr landsliðsverkefnum undanfarinna ára.
Leikmannahópur liðsins (komnir/farnir)
Komnar:
Guðlaug Björt Júlíusdóttir, frá Grindavík
Melissa Zornig, Þýskaland
Farnar:
Sara Rún Hinriksdóttir, Háskóla USA
Ingunn Embla Kristínar, Grindavík
Hallveig Jónsdóttir, Valur
Hvernig hefur undirbúningur liðsins gengið í sumar og upp á síðkastið?
Undirbúningur hefur gengið vel, ungt og mjög efnilegt lið og silfur í Lengjubikar.
Komandi tímabil og væntingar þjálfara og liðsins til þess?
Veturinn er spennandi þar sem mikið verður lagt á ungt lið en þær eru hoknar af reynslu úr landsliðsverkefnum undanfarinna ára. Þær eru búnar að vera í flottri styrktarþjálfun í Sporthúsinu hjá Sævari Borgarssyni síðan í júlí, æft vel og planið er að toppa á góðum tíma. Þessar stelpur eru tilbúnar að leggja allt af mörkum til að ná framförum og hópurinn skemmtilegur. Fannar Ólafs og Íshestar hjálpuðu okkur að gera okkur glaðan dag þar sem liðið skellti sér í hressandi útreiðatúr. Nú er allt á fullu og tilhlökkun mikil fyrir fyrsta leik í Íslandsmóti.
Hvaða lið telur þú sterkust í dag fyrir mót?
Ég er mjög hrifin af bæði Val og Grindavík, flottar blöndur af leikmönnum og leikplani.
Haukar eru síðan með sterkasta hópinn og lagt sig fram við að sanka að sér A landsliðs leikmönnum og verða því klárlega með aðra hendina á bikarnum strax í upphafi móts.