spot_img
HomeFréttirEkkert óraunhæft að stefna á úrslitakeppni

Ekkert óraunhæft að stefna á úrslitakeppni

Kynningar á liðum úrvalsdeildar kvenna halda áfram og nú eru það Hamarskonur og þjálfari þeirra, Daði Steinn Árnason, sem stíga fram. Þau búast við skemmtilegri úrslitakeppni og telja alls ekki óraunhæft að komast þar inn næstkomandi vor.

 

Leikmannahópurinn:

 

Margrét Hrund Arnarsdóttir

Bakvörður

172 cm

23-04-1996

 

Selma Guðrún Gunnlaugsdóttir

Bakvörður

07-10-1998

 

Sóley Gíslína Guðgeirsdóttir

Framherji

180 cm

17-06-1980

 

Elma Jóhannsdóttir

Bakvörður

175 cm

30-06-1992

 

Erika Mjöll Jónsdóttir

Framherji

178 cm

01-07-1999

 

Karen Munda Jónsdóttir

Bakvörður

167 cm

03-03-1996

 

Anna Marý Karlsdóttir

Framherji

09-01-1998

 

Heiðrún Kristmundsdóttir

Bakvörður

171 cm

13-07-1992

0

Katrín Eik Össurardóttir

Bakvörður

17-10-1996

4

Elín Sóley Hrafnkelsdóttir

Framherji

16-09-1998

5

Nína Jenný Kristjánsdóttir

Framherji

05-09-1996

6

Suriya McGuire

Bakvörður

180 cm

17-11-1991

7

Vilborg Óttarsdóttir

Framherji

17-07-1999

8

Jóna Sigríður Ólafsdóttir

Bakvörður

20-01-1997

9

Salbjörg Ragna Sævarsdóttir

Miðherji

185 cm

01-04-1991

10

Jenný Harðardóttir

Framherji

178 cm

10-01-1992

11

Hrafnhildur Magnúsdóttir

Bakvörður

07-02-1997

12

Íris Ásgeirsdóttir

Bakvörður

170 cm

29-05-1987

13

Heiða Björg Valdimarsdóttir

Bakvörður

172 cm

01-02-1992

14

Helga Vala Ingvarsdóttir

Bakvörður

167 cm

21-05-1985

15

Jóhanna Herdís Sævarsdóttir

Framherji

15-11-1994

 

Farnar:
Þórunn Bjarnadóttir í barneignarleyfi
Kristrún Rut Antonsdóttir er í skóla í USA
Hafdís Ellertsdóttir í námi á Akureyri
Katrín Eik Össurardóttir í barneignarleyfi
Komnar: 
Íris Ásgeirsdóttir er komin úr barneignarleyfi
Jóhanna Herdís Sævararsdóttir er komi aftur frá Nepal
Nína Jenný Kristjánsdóttir er komin frá Fsu
Hrafnhildur Magnúsdóttir er komin frá Fsu
Anna Mary Karlsdóttir er komin frá Hrunamönnum
Margrét Hrund Arnarsdóttir er komin frá Hrunamönnum
Karen Munda Jónsdóttir er komin frá Hrunamönnum
Selma Guðrún Gunnlaugsdóttir er komin frá Hrunamönnum 
Suriya McGuaire er komin frá USA

 

Hvernig hefur undirbúningur liðsins gengið í sumar og upp á síðkastið? 
Undirbúningur hefur ekki verið eins og helst hefði verið óskað, þjálfaraskipti voru eftir að lengjubikar var byrjaður og eins og gefur að skilja hefur svo mikið rót aldrei góð áhrif. Heiðrún Kristmundsdóttir hafði ætlað að spila með Hamri í vetur og spilaði lengjubikarinn en Ameríka heillar og ákvað hún að hverfa aftur út í nám, við þessar breyttu aðstæður var orðið mun erfiðara fyrir Elínu Sóley að komast á milli úr Kópavoginum og því fór svo að hún hvarf aftur heim í Breiðablik. Vissulega mikil áföll en lítið sem við sem hægt var að gera og eina í stöðunni er að horfa fram á við og leggja aðeins meira á sig. 
 

 

Komandi tímabil og væntingar þjálfara og liðsins til þess? 
Væntingar þjálfara til vetrarins eru númer eitt að liðið nái saman og spili skemmtilegan körfuknattleik, ef það gengur er kominn grunnur sem hægt er að byggja á og þá fara stigin að skila sér í hús. Það er engin vafi að í Hamarsliðinu eru miklir hæfileikar og stóra verkefnið verður að ná að draga þá fram þannig að allir hafi sitt hlutverk og séu að róa í sömu áttina. Ef þetta tekst er ekkert óraunhæft að vera að stefna á úrslitakeppni. 

 

Hvaða lið telur þú sterkust í dag fyrir mót?
Ég held að allir geti verið sammála um það að Haukarnir eru að koma virkilega sterkir inní veturinn, þær hafa góða leikmenn í öllum stöðum og verða án alls vafa erfiðar við að eiga í vetur. Annars held ég að öll hin liðin eigi eftir að vera taka stig af hvort öðru í allan vetur og því gæti orðið virkilega skemmtileg úrslitakeppni í vor. 

Fréttir
- Auglýsing -