spot_img
HomeFréttirStefnan sett á alla titlana sem eru í boði

Stefnan sett á alla titlana sem eru í boði

Helena Sverrisdóttir, spilandi þjálfari Hauka er hvergi bangin í upphafi leiktíðar og segir stefnuna vera setta á alla titla sem í boði eru. Einn þeirra er nú þegar kominn í hús eða Lengjubikarinn, eftir öruggan sigur á Keflavík.

 

Leikmannahópurinn:

Númer

Nafn

Leikstaða

Hæð

Fæðingardagur

 

Rakel Rós Ágústsdóttir

Framherji

173 cm

22-08-1994

 

Shanna Dacanay

 

Ragnheiður Björk Einarsdóttir

Framherji

183 cm

27-05-1999

 

Kristín Helgadóttir

Bakvörður

07-04-1998

 

Þórdís Jóna Kristjánsdóttir

Bakvörður

170 cm

30-03-1999

 

Inga Rún Svansdóttir

Framherji

14-01-1998

 

Hanna Þráinsdóttir

Framherji

23-09-1997

4

Helena Sverrisdóttir

Bakvörður

03-11-1988

5

Rósa Björk Pétursdóttir

Framherji

21-03-1997

6

Auður Íris Ólafsdóttir

Bakvörður

173 cm

29-08-1992

7

Eva Margrét Kristjánsdóttir

Framherji

180 cm

17-01-1997

8

Sylvía Rún Hálfdanardóttir

Bakvörður

20-09-1998

9

Jóhanna Björk Sveinsdóttir

Bakvörður

179 cm

20-10-1989

10

Dýrfinna Arnardóttir

Framherji

25-04-1998

11

María Lind Sigurðardóttir

Framherji

180 cm

16-08-1989

12

Pálína María Gunnlaugsdóttir

Bakvörður

168 cm

02-01-1987

13

Þóra Kristín Jónsdóttir

Bakvörður

30-03-1997

14

Sólrún Inga Gísladóttir

Bakvörður

165 cm

25-03-1996

15

Magdalena Gísladóttir

Bakvörður

08-04-1998

 

Komnar: 
Helena Sverrisdóttir, Pálína Gunnlaugsdóttir, Jóhanna Sveinsdóttir, Eva Margrét Kristjánsdóttir
Farnar: 
Guðrún Ámundadóttir, Dagbjört Samúelsdóttir.

Hvernig hefur undirbúningur liðsins gengið í sumar og upp á síðkastið? 
Undirbúningurinn hefur gengið nokkuð vel. Margir leikmenn voru í landsliðsverkefnum í sumar en síðan byrjuðum við á fullu á byrjun ágúst. Við fórum í keppnisferð til Danmerkur um miðjan september og mættum toppliðunum þar sem gerði okkur mjög gott. Við erum á góðu róli núna, áttum ágætisleiki í Lengjunni en ennþá fullt af plássi fyrir bætingar. 

Komandi tímabil og væntingar þjálfara og liðsins til þess? 
Við erum mjög spennt fyrir tímabilinu og þorum alveg að gefa það út að stefnan er sett á alla titlana sem eru í boði. Við erum með mjög breiðan æfingahóp og höfum mikla og holla samkeppni á æfingum sem á eftir að hjálpa okkur. 

Hvaða lið telur þú sterkust í dag fyrir mót?
Það er alltaf svo erfitt að segja þar sem að erlendur leikmaður í liðunum getur breytt svo miklu í þessari deild. En við, Keflavík, Valur, Stjarnan og síðan Grindavík þegar þær eru orðnar heilar býst ég við að verði í toppbaráttunni. Ekki hægt að afskrifa Íslandsmeistarana, en þegar þær verða heilar þá gætu þær vel komist inn í þessa baráttu.

Fréttir
- Auglýsing -