spot_img
HomeFréttirStefnan er auðvitað sett á toppinn

Stefnan er auðvitað sett á toppinn

Ívar Ásgrímsson, þjálfari karlaliðs Hauka setti sér það markmið árið 2012 þegar hann tók við liðinu að vinna titil á leiktíðinni 2015-2016, svo nú er að duga eða drepast fyrir Hafnfirðinga.

 

Leikmannahópurinn:

Númer

Nafn

Leikstaða

Hæð

Þyngd

Fæðingardagur

 

Óskar Már Óskarsson

Bakvörður

01-01-1998

 

Kristján Leifur Sverrisson

Framherji

20-09-1996

 

Guðni Heiðar Valentínusson

Miðherji

203 cm

10-02-1985

4

Finnur Atli Magnússon

Miðherji

206 cm

14-09-1985

5

Arnór Bjarki Ívarsson

Bakvörður

29-03-1996

6

Alex Óli Ívarsson

Bakvörður

183 cm

22-11-1990

8

Hjálmar Stefánsson

Framherji

05-01-1996

9

Haukur Óskarsson

Bakvörður

194 cm

09-01-1991

10

Kristinn Jónasson

Miðherji

205 cm

01-08-1984

11

Kristinn Marinósson

Framherji

191 cm

02-02-1991

12

Kári Jónsson

Bakvörður

190 cm

27-08-1997

13

Jón Ólafur Magnússon

Bakvörður

17-05-1995

14

Emil Barja

Bakvörður

192 cm

16-08-1991

15

Ívar Barja

Bakvörður

16-05-1996

34

Stephen Michael Madison

Framherji

10-06-1991

 

 

Liðið er að mestu skipað sömu leikmönnum og í fyrra og höldum við flestum okkar lykilmönnum frá fyrra ári. 
Þó eru farnir tveir leikmenn sem voru í nokkuð stóru hlutverki í fyrra, Helgi Björn Einarsson setti á sig bakpokann og fór austur til Egilstaða og mun spila með Hetti og Sigurður Þór Einarsson lagði skóna á hilluna. Báðir spiluðu nokkuð stórt hlutverk í fyrra og voru sérstaklega mikilvægir fyrir okkur varnameginn.

Í staðinn höfum við fengið Finn Magnússon frá KR. Hann kemur með mikla reynslu til okkar og búumst við töluverðu af honum í vetur. Guðni Heiðar Valentínusarson kom einnig frá Val og því erum við búnir að fá tvo sterka stráka inní teiginn.

Að auki eru yngri strákarnir okkar orðnir árinu eldri og búnir að fá eldskírn úr úrslitakeppninni síðustu tvö ár sem ætti að skila sér í aukinn reynslu í vetur.

Hvernig hefur undirbúningur liðsins gengið í sumar og upp á síðkastið?
Undirbúningur liðsins hefur gengið ágætlega. Við höfum ekki tekið mikið frá í sumar og höfum æft nokkuð vel. Fórum í æfingaferð til Rómar í ágúst þar sem spilað var á móti mjög sterkum skólum frá Bandaríkjunum og var sú ferð mjög vel heppnuð.

Eftir að við komum heim höfum við spilað nokkra æfingaleiki og svo spilað í Lengjubikarnum. Við unnum okkar riðil í Lengjubikarnum og töpuðum í undanúrslitum á móti Þór Þ. en í raun höfum við ekki verið að spila neitt sérstaklega vel í þessum leikjum þó svo að við höfum náð að sigra þá alla fyrir utan Þór. Töluvert hefur vantað uppá varnarleikinn hjá okkur í þessum leikjum en við erum að vinna vel í þessum málum og komum tilbúnir í fyrsta leik í Íslandsmóti.

Komandi tímabil og væntingar þjálfara og liðsins til þess?
Er ég tók við liðinu um jólin 2012 þá settum við 3 ára markmið í gang þar sem við ætluðum okkur að vinna titil á tímabilinu 2015/2016. Þau markmið eru enn í fullu fjöri og stefnan er auðvitað sett á toppinn. Öll styttri markmiðin okkar hafa náðst og við höfum náð að byggja upp lið sem getur spilað um þann stóra, að okkar mati.

Hvaða lið telur þú sterkust í dag fyrir mót?
Það er oft erfitt að meta styrk liða svona fyrir mót en þó tel ég að KR, Tindastól, Stjarnan og við séum með sterkusta mannskapinn. Svo er alltaf 1-2 lið sem koma á óvart og blandast í baráttuna.

Fréttir
- Auglýsing -