spot_img
HomeFréttirStefnum á að vinna okkur ofar í töfluna

Stefnum á að vinna okkur ofar í töfluna

Nýr þjálfari í brúnni í Þorlákshöfn og Þórsarar ætla sér að vinna sig upp í töflunni. Ragnar Nathanaelsson kominn aftur heim og nokkrir ungir og efnilegir leikmenn komnir til liðsins. Einar Árni ræðir við Karfan.is um komandi leiktíð.

 

Leikmannahópurinn:

Númer

Nafn

Leikstaða

Hæð

Þyngd

Fæðingardagur

 

Sveinn Hafsteinn Gunnarsson

Bakvörður

180 cm

77 kg

13-08-1994

 

Erlendur Ágúst Stefánsson

Bakvörður

167 cm

20-06-1995

4

Baldur Þór Ragnarsson

Bakvörður

183 cm

76 kg

23-02-1990

5

Jón Jökull Þráinsson

Bakvörður

143 cm

31 kg

11-02-1997

6

Vance Michael Hall

Bakvörður

30-11-1991

7

Emil Karel Einarsson

Framherji

197 cm

75 kg

05-03-1994

8

Ragnar Örn Bragason

Framherji

28-12-1994

9

Ragnar Ágúst Nathanaelsson

Miðherji

218 cm

27-08-1991

10

Magnús Breki Þórðason

Bakvörður

06-05-1998

11

Hraunar Karl Guðmundsson

Framherji

194 cm

80 kg

09-09-1991

12

Halldór Garðar Hermannsson

Bakvörður

163 cm

21-02-1997

13

Davíð Arnar Ágústsson

Framherji

176 cm

05-11-1996

14

Grétar Ingi Erlendsson

Miðherji

200 cm

21-11-1983

15

Þorsteinn Már Ragnarsson

Bakvörður

187 cm

75 kg

04-01-1993

 

 

Breytingar á hóp eru á þá leið að Tómas Heiðar Tómasson fór í Stjörnuna, Oddur Ólafsson fór í Hamar og Nemanja Sovic er hættur og fluttur af landi brott.  Þá er Sveinn Hafsteinn Gunnarsson á venslasamning hjá Hamar í vetur.  Darrin Govens sem kláraði tímabiilið síðasta vetur er farinn aftur til Ungverjalands.  Þeir sem hafa gengið til liðs við okkur eru Ragnar Ágúst Nathanaelsson sem kom aftur heim frá Sundsvall, Ragnar Örn Bragason sem kom frá ÍR, Hraunar Karl Guðmundsson sem kom frá Breiðablik og Vance Michael Hall sem kemur frá Bellarmine University.

Hvernig hefur undirbúningur liðsins gengið í sumar og upp á síðkastið?
Undirbúningur liðsins fór formlega af stað í byrjun júní og liðið var í bolta þrisvar í viku í júní og júlí og lyfti svo fjórum sinnum í viku undir handleiðslu Baldurs Þórs aðstoðarþjálfara sem sér um allt sem snýr að styrk, snerpu og þoli.   Við vorum án Ragnars Ágústs frá 20.júlí er hann fór í landsliðsverkefni og endurheimtum hann svo eftir Eurobasket í Berlín.  Grétar Ingi meiddist í úrslitakeppninni í fyrra og hefur ekki náð að beita sér að fullu og er ekki farinn að leika með okkur. Við vorum því ansi litlir án þeirra í Icelandic Glacial mótinu í Höfninni í lok ágúst.  VIð höfum svo nýtt Lengjubikar í að koma Ragnari inn í hlutina hjá okkur sem og að stilla strengi fyrir komandi átök.  Við erum ánægðir með hve okkar menn hafa unnið vel yfir sumartímann og komum fullir tilhlökkunar inn í haustið.

Komandi tímabil og væntingar þjálfara og liðsins til þess?
Við eigum von á jafnari deild ef eitthvað er í vetur.  Síðasta vetur var baráttan frá þrjú til níu mjög jöfn en ég held að nýliðarnir (Höttur og FSu) verði sterk og erfið heim að sækja þannig að það verður ekkert gefið í þessari deild.  Þór endaði í sjöunda sætinu í fyrra og við stefnum á að vinna okkur ofar í töfluna á komandi vetri.  Við vitum þó að það verður ekki leikur einn þar sem að liðin í fimm efstu sætunum eru mjög sterk og þá vitum við að lið eins og Keflavík og Grindavík eru eflaust á sömu nótum og við, horfandi í að færast ofar í töflunni.  Við eigum þó, sem hópur, eftir að setjast yfir verkefnið og setja okkur markmið en við förum í þau mál eftir Lengjubikar.

Hvaða lið telur þú sterkust í dag fyrir mót?
KR var með sterkasta hópinn síðasta vetur og hann hefur bara styrkst með komu Snorra Hrafnkelssonar og Ægis Þórs Steinarssonar svo þeir eru ansi líklegir.  Þeir voru með þéttan kjarna og eru með sama þjálfara og sama erlenda leikmann svo það verður krefjandi verkefni og erfitt fyrir liðin að koma þeim af toppnum.  Tindastóll, Haukar, Njarðvík og Stjarnan komu á eftir KR síðasta vetur og eru öll með sterka hópa svo það verður mjög krefjandi verkefni fyrir önnur lið að brjóta sér leið í þá toppbaráttu.

Fréttir
- Auglýsing -