Nýr þjálfari á Sauðárkróki en nánast óbreytt lið. Tindastólsmenn hafa sýnt hvers þeir eru megnugir og nú reynir á nýjan þjálfara að endurtaka leikinn og fara jafnvel alla leið. Pieti Poikola, þjálfari Tindastóls ræddi málin við Karfan.is.
Leikmannahópurinn:
Númer |
Nafn |
Leikstaða |
Hæð |
Þyngd |
Fæðingardagur |
Bakvörður |
187 cm |
– |
14-06-1991 |
||
Bakvörður |
189 cm |
– |
11-07-1995 |
||
– |
– |
– |
05-02-1986 |
||
4 |
Bakvörður |
– |
– |
27-02-1994 |
|
5 |
Bakvörður |
– |
– |
11-12-1996 |
|
7 |
Bakvörður |
185 cm |
– |
20-02-1996 |
|
8 |
Bakvörður |
180 cm |
– |
13-02-1996 |
|
8 |
Framherji |
– |
– |
18-03-1982 |
|
9 |
Bakvörður |
187 cm |
– |
11-07-1995 |
|
10 |
Miðherji |
196 cm |
– |
01-05-1980 |
|
10 |
Bakvörður |
192 cm |
– |
20-04-1996 |
|
12 |
Framherji |
– |
– |
11-09-1997 |
|
13 |
Bakvörður |
– |
– |
13-02-1976 |
|
14 |
Bakvörður |
194 cm |
– |
27-10-1997 |
|
15 |
Miðherji |
– |
– |
21-04-1980 |
|
15 |
Framherji |
– |
– |
13-01-1995 |
Komnir:
Pálmi Jónsson
Arnþór Guðmundsson
Rúnar Áki Emilsson
Jerome Hill
Farnir:
Myron Dempsey
Hvernig hefur undirbúningur liðsins gengið í sumar og upp á síðkastið?
Leikmenn hafa æft með aðstoð styrktarþjálfara og einnig á eigin spýtur í sumar. Við hófum liðsæfingar strax eftir Eurobasket. Sem betur fer hefst deildin mun síðar en í öðrum löndum og því höfum við nægan tíma til að undirbúa okkur.
Komandi tímabil og væntingar þjálfara og liðsins til þess?
Ég hlakka til hefja leik en þessi deild er þónokkuð jöfn. Það eru þónokkuð margir frábærir leikmenn í henni. Ég hef náð að vinna mikið með liðinu fyrir tímabilið og fólkið í félaginu er mjög vingjarnlegt og spennt fyrir komandi leiktíð. Það er mikið hungur eftir árangri hérna.
Hver og ein æfing hefur hjálpað okkur að bæta það sem bæta þarf. Fyrri hluti deildarinnar fer í að læra kúltúrinn í deildinni og kynnast öðrum liðum og lykilleikmönnum þeirra. Sem betur fer eru reglurnar og grundvallaratriðin þau sömu, sama hvað þú spilar.
Hvaða lið telur þú sterkust í dag fyrir mót?
Hef aðeins séð örfá lið, enn sem komið er, svo það er erfitt að segja til um það. Ég er heldur ekkert spenntur fyrir að vera með getgátur um það. Verkefni mitt er að sjá til þess að þetta verðir duglegasta liðið í deildinni. Markmiðið okkar er að hámarka getu okkar í vetur. Að sjálfsögðu viljum við vera liðið sem sýnir bestan árangur í lok leiktíðar og vinna síðustu leikina okkar. Íþróttir eru nokkuð sanngjarnar. Niðurstöðurnar skrökva ekki.
Mynd: Svavar Birgisson ætlar að vera með í vetur. (Úr safni)