spot_img
HomeFréttirÞrennuvaktin: Guðrún Ósk Ámundadóttir með fyrstu þrennu vetrarins

Þrennuvaktin: Guðrún Ósk Ámundadóttir með fyrstu þrennu vetrarins

Fyrsta þrenna vetrarins var fest á blað í kvöld og var það engin önnur en Guðrún Ósk Ámundadóttir hjá Skallagrími sem hengdi hana á KR-stúlkur í fyrstu umferð 1. deildar kvenna. Guðrún skoraði 10 stig, tók 10 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Hún og Skallagrímsstúlkur heldur betur að hefja veturinn með látum.

 

1. deild kvenna:

11/10/2015 – Guðrún Ósk Ámundadóttir, Skallagrímur – 10 stig, 10 fráköst og 11 stoðsendingar – Sigur

 

Þrennukóngar og -drottningar ársins:

Guðrún Ósk Ámundadóttir – 1

 

 

Mynd: Kvennalið Skallagríms. Guðrún Ósk er önnur til hægri. (Skallagrimur.is)

Fréttir
- Auglýsing -