Körfuknattleiksdeild Fjölnis hefur framlengt frest til skráningar í Sambíómótið til og með föstudeginum 16. október nk. Fréttatilkynning Fjölnis er hér að neðan:
SAMbíómót Fjönis í körfubolta fer fram dagana 31. okt. – 1. nóv. nk.
Við óskum gjarnan eftir fleiri liðum frá fleiri félögum og framlengjum því skráningarfrestinn út föstudaginn 16. október.
Mótið er fyrir drengi og stúlkur 11 ára (2004) og yngri. Tvær breytingar eru á mótinu frá fyrri árum, annarsvegar er það hrekkjuvöku (halloween) stemmning og hins vegar breyting á mótsgjaldi til þátttakenda.
Mótsgjald pr. þátttakanda er 5.000 kr. en innifalið í verðinu er eftirfarandi: Fimm leikir, bíósýning í SAMbíóin Egilshöll, sund í Sundlaug Grafarvogs, hrekkjavöku (halloween) blysför og kvöldvaka, pizzuveisla og verðlaun.
Nýtt > Verð á gistingu og mat er 1.000 kr. en greitt er sem sagt aukalega 1.000 kr. fyrir þátttakendur sem vilja gista og borða á mótinu. Innifalið er eftirfarandi: Gisting í Rimaskóla, kvöldmatur, kvöldhressing og morgunmatur.
Líkt og áður er þátttökugjald hvers félags 10.000 kr.
Nánari upplýsingar um mótið má finna á vefsíðunni: https://sambiomot.wordpress.
Endilega takið helgina frá fyrir iðkendur ykkar og fjölskyldur þeirra enda frábær fjölskylduskemmtun sem enginn má láta framhjá sér fara.
Vinsamlegast staðfestið skráningu á [email protected] eigi síðar en föstudaginn 16. október.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Endilega upplýsið okkur um rétt netföng því við munum senda nánari upplýsingar um mótið eftir því sem nær dregur.