Biðin er á enda og Domino's deild karla hefst í kvöld með þremur leikjum í fyrstu umferðinni. ÍR tekur á móti Tindastóli í Hertz hellinum en spekingarnir segja að leikir ÍR-ingar í Hellinum skipti þá öllu máli. Það mun því reyna á það strax í upphafi móts þegar Sauðkrækingar kíkja í heimsókn með nýjan þjálfara í brúnni.
Haukar taka á móti Snæfelli en Haukar ætla sér stóra hluti í vetur á meðan Snæfell hefur átt erfitt með að fylla í lið á æfingum. Það má samt aldrei afskrifa Snæfell og munu Haukar þurfa að mæta í sínu besta formi til að taka þennan leik.
Nýliðar FSu fá Grindavík í heimsókn en þetta gæti orðið áhugaverðasti leikur dagsins. FSu var spáð 9. sæti deildarinna á meðan Grindavík var sett í það 7. Margir eru spenntir fyrir að sjá FSu liðið og það gæti orðið Sputnik lið deildarinnar á þessari leiktíð.
Hertz hellirin, kl. 19:15: ÍR – Tindastóll
Ásvellir, kl. 19:15: Haukar – Snæfell
Iða, kl. 19:15: FSu – Grindavík
Mynd: Finnur Magnússon mun leika sinn fyrsta leik fyrir Hauka í Domino's deildinni.