KR hefur titilvörn sína í kvöld gegn ekki ómerkara liði en því sem var af flestum spáð 2. sæti deildarinnar, Stjörnunni.
Gera má því í skóna að leikmenn beggja liða séu því í óðaönn að gera sig tilbúna fyrir leikinn. Undirbúningurinn, er þó líkast til misjafn milli leikmanna.
Hér að neðan sjáum við skemmtilega færslu af Twitter frá Sindra Sigurðssyni, en í henni bendir hann fólki á hvaða tónlist það sé sem stórskytta þeirra KR manna, Brynjar Þór Björnsson, hlustar á fyrir stórleiki sem þessa.
sá er að fara að delivera í kvöld! @Brynjarthorb – pregame game on point #korfubolti #krkarfa pic.twitter.com/10z65n8E3Q
— Sindri Sigurdsson (@sinni_p) October 16, 2015