spot_img
HomeFréttirKeflvíkingar betri á lokakaflanum

Keflvíkingar betri á lokakaflanum

 

Í Þórlákshöfn í kvöld mættust heimamenn í Þór og Keflavík í fyrstu umferð Domino´s deildar karla. Heimamenn byrjuðu leikinn af krafti og komust í 16-4 en Keflvíkingar rifu sig í gang og náðu að jafna 19-19 en Þórsarar kláruðu leikhlutann að krafti og var staðan 34-28 Þórsurum í hag að honum loknum.

Annar leikhluti var mjög jafn en staðan í hálfleik var 62-62 og bæði lið að spila flottann sólknarleik og að hitta geysivel. Erlendu leikmenn liðanna fóru mikinn í fyrri hálfleik, Vance Hall leikmaður Þórs með 25 stig og Earl Brown Jr. leikmaður Keflavíkur með 18 stig.

 Heimamenn leiddu mestallann þriðja leikhluta og leiddu með 5 stigum að honum loknum, 81-76. Lokaleikhlutinn var hnífjafn allann tímann, þegar tæpar 2 mínútur voru eftir tróð Ragnar Nathanaelsson alley-oop troðslu ogkemur Þórsurum í 99-97 en stemningin virtist vera Þórsaramegin, í næstu sókn jafnar Magnús Már Traustason leikinn eftir að Ragnar Nathanaelsson slær skot hans á niðurleið. Emil Karel Einarsson setur 2 víti í næstu sókn Þórsara og Valur Orri Valsson svarar fyrir Keflvíkinga með 2ja stiga körfu, næsta sókn Þórsara geigar og þeir brjóta á Vali Orra á hinum enda vallarins.

Valur setur seinna vítið niður og kemur Keflvíkingum í stigi yfir 102-101 með 22 sekúndur eftir af leikklukku. Þórsarar ná ekki að skora, Valur Orri tekur varnarfrákast og Þorsarar brjóta á honum þegar 2 sekúndur eru eftir, hann fer á línuna og setur bæði vítin niður. Þórsarar ná ekki skoti í lokasókninni og lyktaði leiknum því 104- 101 Keflavík í vil.

Vance Hall var atkvæðamestur heimamanna með 31 stig en hann mátti reyna meira í seinni hálfleik. Earl Brown Jr. var drjúgur í liði Kelfvíkinga með 23 stig og 16 fráköst. Eins og lokastaðan gefur til kynna var á tíðum ekki um góðann varnarleik að ræða á báða bóga og svolítið um klaufalegar villur, en þetta er nú fyrsti leikur og bæði lið enn að slípa sig saman. Fínn leikur að baki og það verður gaman að fylgjast með þessum liðum í vetur. 

Tölfræði
Myndasafn 

Umfjöllun / Vilhjálmur Atli Björnsson
Myndir, viðtöl & myndbrot / Davíð Eldur

Fréttir
- Auglýsing -