spot_img
HomeFréttirBryndís tryggði sigur í sínum fyrsta leik

Bryndís tryggði sigur í sínum fyrsta leik

Stjarnan mættu í Hólminn og ljóst að svokallaðir nýliðar hafi engar nýliðáætlanir í huga miðað við mannskap og spár. Snæfell hafa verið að draga í hópinn sinn leikmenn nánast korter í leik og skrifaði Bryndís Guðmundsdóttir Keflavíkurmær undir og var í hópnum í dag og ekki nóg með það heldur setti niður sigurstigin og stimplaði rækilega inn í Stykkishólm.

 

Liðin fóru hratt af stað og voru að skora vel til skiptis og nýting með alveg hreint ágætum þó varnartilbrigði þyrftu betri slípun. Staðan var 7-6 fyrir Snæfell sem juku hann í 14-6 eftir nokkrar lokanir en Stjarnan voru ekkert á því að gefa neitt forskot og löguðu stöðuna 16-14. Snæfell leiddi 31-21 eftir fyrsta hluta.

Skotin voru ekki að detta niður en Snæfell hafði 5-0 eftir fyrstu þrjár og hálfa mínútuna en Baldur þjálfari Stjörnunnar skellti sér þá í eitt leikhlé. Góð vörn Snæfells og mikil keyrsla í sóknum kom þeim 18 stigum yfir 53-35 sem var staðan í hálfleik eftir flautuþrist frá Bryndísi Guðmundsdóttur sem var komin með 11 stig og stóð sig með stakri prýði. Haiden Palmer var komin með 19 stig og Gunnhildur 9 stig. Hjá Stjörnunni var Chelsie Schweers komin með 12 stig og Bryndís Hanna 7 stig.

Eitthvert slakelsi kom í vörn Snæfells og Stjörnustúlkur voru grimmar í að reyna að saxa á forskotið sem þær gerðu vel og náðu leiknum niður í 67-58 og eygðu von. Snæfell hins vegar fóru ekkert á taugum við áhlaupið og leiddu eftir þriðja hluta 75-63.
Leikurinn gekk vel og lítið um stopp, Stjarnan voru að tapa boltanum nokkuð og fá á sig stig úr því og einnig eftir annan séns þar sem Snæfell náðu á nýta sóknarfráköstin betur. Það var ekki Stjörnunni til happs að Schweers fékk tæknivillu þegar þær voru í „run“ kafla og höfðu minnkað muninn aftur 85-77. Þær héldu þó áfram og berjast val og komust í roaslegann séns 91-89 þegar mínúta var eftir.

Bryndís Hanna jafnaði á vítalíunni 91-91 og Hafrún jafnaði aftur 93-93 þegar 16 sekúndur voru eftir og Snæfellsstúlkur máttu hafa sig allar við eftir að hafa kastaði forystunni frá sér í seinni hálfleik. Snæfell átti innkast frá baseline þega 3 sek voru eftir, boltinn hafnaði í höndum Bryndísar Guðmundsdóttur sem einfaldelga tipplaði boltanum í körfuna og hefði varla getað skrifað sinn fyrsta leik betur sjálf og sigurinn endaði heima 95-93 eftir æsispennandi lokamínútur.

Haiden Palmer endaði með 35 stig og Gunnhildur 17 stig, 6 fráköst og 4 stolna. Bryndís stimplaði sig inn með sigurkörfunni, 15 stig og 5 stoðsendingar. Hjá Stjörnunni var Chelsie Schweers með 36 stig og 8 fráköst. Bryndís Hanna með 18 stig og Margrét Kara 15 stig og 11 fráköst.

Símon B Hjaltalín.

 

Þeir snillingar hjá Leikbrot náðu þessu myndbandi hér að neðan af sigurkörfunni. 

 

 

Mynd úr safni:  Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði 17 stig í leiknum

Fréttir
- Auglýsing -