Hæð stjörnuleikmanns Grindavíkur, Jóns Axels Guðmundssonar, hefur verið nokkuð á milli tanna fólks síðustu daga. Allt byrjaði það í þáttum Kjartans Atla, Domino´s Kvölds á Stöð 2 Sport. Þar sem að hann, í upphitunarþætti, var skráður sem maður að hæð 169 sentímetra.
Það hefði svosem verið í lagi ef að leikmaðurinn væri einusinni nálægt því að vera að þeirri hæð. Það má kalla þetta smámunasemi eða leiðindi, svosem. Það voru hinsvegar aðrir sem hófu þetta, s.s. íslenskur körfubolti á Twitter og önnur skyld samfélög.
Við hinsvegar, tókum það á okkur (#ekkertaðþakka) að kveða þetta niður. Eftir leik Grindavíkur gegn Hetti fengum við Hilmir Kristjánsson (leikmann Grindavíkur) til þess að, einfaldlega, mæla félaga sinn hann Jón Axel.
Niðurstaðan var sú að Jón Axel mældist á eina 193 sentímetra. Þannig að, þar hafið þið það.
Hér að neðan er myndband frá mælingunni: