Jón Arnór Stefánsson skellti í annan sigur sinn í jafn mörgum leikjum í Eurocup með liði sínu Valencia í kvöld. Leikið var á heimavellin Valencia og loka niðurstaða kvöldsins, 87:68 og eins og tölurnar gefa til kynna þá var sigurinn nokkuð léttur en Valencia leiddi með 17 stigum í hálfleik, 48:31.
Jón Arnór Stefánsson hitti þarna fyrir fyrrum félaga sína þó svo að ekki séu margir eftir í liðinu síðan hann var þar. Jón Arnór setti 6 stig á tæpum 17 mínútum sem hann spilaði og bætti við þremur stolnum boltum. Stigahæstur þeirra Valencia var Bojan Dubljevic með 24 stig.
Jón Arnór og Isaac López styrktarþjálfari Zaragoza heilsast eftir leik.
Mynd/ValenciaBasket: Jón Arnór dekkar Drake Diener hjá CAI Zaragoza