Þið náðuð ykkur í 2 stig í kvöld. Hver er þín skoðun á leiknum?
Þetta var hörkuleikur. Þórsarar komu gríðarlega sterkir til leiks og spiluðu bara einkar vel hérna í kvöld. Frammistaða þeirra, sérstaklega í fyrstu tveimur leikhlutunum, verðskuldaði sigur. Sem betur fer náðum við að herða okkur aðeins og vörnin batnaði til muna og kannski fór breiddin hjá okkur að telja þegar leið á.
Ertu sáttur með frammistöðu þinna manna?
Ég er ánægður að fá þennan fyrsta sigur og gott að komast af stað. Ég var ósáttur með frammistöðuna í síðasta leik og margt sem hefði mátt fara betur í þeim leik. Það er ennþá margt sem við getum gert betur en vissulega skref í rétta átt.