Stórslagur fór fram í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar Svendborg Rabbits tóku á móti toppliði Bakken Bears. Israel Martin og bakka-birnir hans nældu sér í sinn fimmta deildarsigur í röð með 78-83 sigri gegn Axel Kárasyni og félögum í Svendborg.
Axel var með 6 stig og 6 fráköst á tæpum 37 mínútum í leiknum en Darko Jukic gerði 30 stig í liði Bakken.
Landsliðsþjálfararnir Craig Pedersen og Arnar Guðjónsson eru við stýrið hjá Svendborg og eru nú með liðið í 4. sæti deildarinnar með 3 sigra og 2 tapleiki en Israel Martin trónir á toppnum með Bakken sem hefur unnið alla fimm leiki sína og í 2. sæti er Horsens IC sem unnið hefur fjóra fyrstu leiki sína.
Mynd/ Facebook-síða Svendborg – Liðsmenn Svendborg á góðri stundu. Axel er í öftustu röð lengst til hægri.