Hvað ætli leikmenn setji á fóninn rétt fyrir leik?
Við fengum leikmann Njarðvíkur, Odd Pétursson, til þess að ljóstra upp fyrir okkur hvaða lög það væru sem hlustað væri á til þess að koma sér í gírinn.
Þess má geta að stórleikur Njarðvíkur gegn Keflavík hefst í Ljónagryfjunni kl. 19:15 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Oddur:
"Ég er ekki að notast við sérstakan playlist sem ég hlusta á fyrir leiki, heldur hlusta ég á mjög fjölbreytta tónlist. Samt eru lög bæði gömul og ný sem koma oftar fyrir en önnur rétt áður en ég fer að keppa. Biðst fyrirfram afsökunar á enskuslettum í textanum."
King Kunta – Kendrick Lamar
-Mjög "Groovie" taktur sem kemur mér alltaf í góðan gír.
Hotline Bling – Drake
-Mikið í spilun þessa dagana, Drake er í miklu uppáhaldi hjá mér og ég hlusta mikið á hann. Allt sem hann gefur út virðist slá í gegn og verða að gulli. Sérstakt S/O fær nýja videoið sem var verið að gefa út fyrir þetta lag.
Nightcall(Dustin N’Guyen Remix) – Kavinsky
-Veit ekki afhverju en ég hlusta alltaf á þetta lag fyrir leiki. Mjög töff lag og minnir mig á Drive myndina þar sem minn maður Ryan Gosling er grjótharður, Remixið er aðeins hraðara en upprunalega lagið og því tilvalið til þess að peppa mann fyrir leik.
Walking On A Dream – Empire of the Sun
-Hljómsveit sem ég hlusta mikið á, lagið er frá 2008 en ég fæ bara ekki leið á því. Ég hefði getað sett önnur lög með þeim inn eins og t.d. Alive, DNA eða We Are the people, en þetta lag er alltaf besta lagið þeirra, ekkert sérstaklega peppandi.. bara góð tónlist.
Running(Disclosure Remix) – Jessie Ware
-Það er eitthvað við þetta lag sem kemur mér alltaf í gang, nafnið á laginu á mjög vel við þar sem lagið fær mann til að vilja fara út að hlaupa, beint í ræktina eða jafnvel til þess að spila körfuboltaleik.
One More Time – Daft Punk
-Hraður taktur og grípandi söngur = góð uppskrift af peppi
Triumph – Wu Tang Clan
-Mikið "attitude" í þessu lagi og það verða að vera nokkur þannig lög sem maður hlustar á fyrir leiki. Uppáhalds lagið mitt með Wu Tang Clan.
Fuck Tha Police – N.W.A.
-Var að horfa á Straight Outta Compton um daginn sem fjallar einmitt um þessa frábæru rapphljómsveit og mæli ég eindregið með þeirri bíómynd. Þetta lag er grjóthart og á skilið að vera á öllum svona playlistum.
You’re On – Madeon
-Innslag Electro House tónlistar í þessum playlista.
Often – The Weeknd
-The Weeknd er mjög vinsæll þessa dagana og var að gefa út plötu, ég er kominn með leið á aðal “hit-urunum” af plötunni þannig ég er að hlusta mikið á þetta lag.
All Along the Watchtower – Jimi Hendrix
-Kemur mjög oft upp hjá mér þegar það er leikur um kvöldið. Engin sérstök tenging við körfubolta bara töff lag sem kemur mér í gír.
Superego – Disclosure
-Að mínu mati besta lagið af nýju plötunni frá Disclosure sem ég er að hlusta mikið á núna.