LIð Valencia fer af stað með miklum ágætum í ACB deildinni þetta árið. Þeir sitja á toppi deildarinnar ósigraðir eftir þrjár umferðir (með Barcelona og Gran Canaria) og þar inni er sigur gegn meisturum Real Madrid. Í dag voru það Movistar Estudiantes sem féllu fyrir Valencia 73:81 á heimavelli Estudiantes.
Jón Arnór Stefánsson spilaði 12 mínútur í leiknum og gerði vel við þann tíma sem hann fékk úthlutað. Jón skilaði í hús 8 stigum tók tvö fráköst og sendi eina stoðsendingu í leiknum. Jón var með 50% nýtingu í skotum sínum (1/2 úr tveggja og 2/4 úr þriggja)
Næsti leikur þeirra í ACB deildinni er svo gegn liði Rio Natura Monbus sem hafa aðeins tapað einum leik af fyrstu þremur.