Ísland lagði Eistland í undanúrslitaleik undir 20 ára á Norðulandamótinu í Södertalje, 85-78. Liðið mun því leika til úrslita á mótinu á morgun, en í úrslitum munu þeir mæta sigurvegara viðureignar Danmörkur og Finnlands.
Enginn var betri undir lok leiksins heldur en Almar Orri Atlason, en eins og bróðir hans Darri Freyr bendir á hér fyrir neðan setti hann 15 af 17 síðustu stigum Íslands ásamt því að spila fantavörn á annars góðan andstæðing. Fyrr í leiknum átti hann hinsvegar körfu leiksins, þar sem að Orri Gunnarsson stelur boltanum og þeir komast í hraðaupphlaup. Orri sýnir mikið gjafmildi og gefur boltann til baka á Almar, sem að treður honum fallega yfir miðherja eistneska liðsins með miklum tilþrifum.
Hér fyrir neðan má sjá myndband af troðslunni, sem og fallegar myndir sem ljósmyndari Körfunnar Gunnar Jónatansson náði af atvikinu og viðbrögðum varamannabekks Íslands.
ON. YOUR. HEAD!!! @almar_atla @BradleyUMBB pic.twitter.com/6ORLpXPzZ2
— Darri (@DarriFreyr) July 1, 2023
Myndir Gunnars: