Sigurður Ágúst Þorvaldsson verður ekki með Snæfell í kvöld þegar Hólmarar taka á móti Haukum í 32 liða úrslitum Poweradebikars karla. Sigurður er meiddur en hann hefur verið að glíma við kálfameiðsli sem hann hlaut í leiknum gegn Njarðvíkingum þann 18. október síðastliðinn.
Sigurður var þó með í leikjunum tveimur gegn Hetti og Grindavík sem Snæfell vann báða naumlega en nú standa málin svo að hann hvílir í kvöld en Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells staðfesti þetta við Karfan.is í dag.
Mynd/ [email protected] – Sigurður í leik með Snæfell á dögunum í Mustad-höllinni í Grindavík.