spot_img
HomeFréttirHildur dró heimaleiki fyrir félögin sín

Hildur dró heimaleiki fyrir félögin sín

Í hádeginu var dregið í 16 liða úrslit í karla- og kvennaflokki í Poweradebikarkeppninni. Það voru þau Hildur Sigurðardóttir fyrrum landsliðskona og Gunnar Lár Gunnarsson frá Powerade sem sáu um bikardráttinn í dag. Hildur var hliðholl félögunum sínum, ef svo má að orði komast, því hún dró heimaleiki fyrir Snæfell, KR og Grindavík í kvennaflokki.

Þá kom upp úr bikarskálinni góðu að tveir úrvalsdeildarslagir muni fara fram í karlaflokki en Höttur mun taka á móti Þór Þorlákshöfn og Grindavík fær ríkjandi bikarmeistara Stjörnunnar. Ljóst er svo líka að það muni að minnsta kosti þrjú lið komast í 8-liða úrslit sem ekki leika í úrvalsdeild! 

Leikirnir munu fara fram 5.-7. desember næstkomandi. 

Poweradebikarkeppnin: 16 liða úrslit karla og kvenna

16 liða úrslit kvenna

Fjölnir-Haukar

Keflavík – Þór Akureyri

Snæfell – Breiðablik

KR – Skallagrímur

Grindavík – Njarðvík 

Sitja hjá og fara beint í 8-liða úrslit

Hamar

Valur 

Stjarnan

16 liða úrslit karla

Höttur – Þór Þorlákshöfn

Hamar – Njarðvík

Haukar b – KR 

Haukar – Ármann 

Grindavík – Stjarnan 

Reynir Sandgerði – Njarðvík b

Keflavík – Valur

Breiðablik – Skallagrímur

 

Mynd/ [email protected] – Hildur og Gunnar með bikarskálina góðu í dag. 

Fréttir
- Auglýsing -