Undir 18 ára stúlknalið Íslands kjöldróg lið Hollands í dag á Evrópumótinu í Búlgaríu, 75-44. Liðið hefur því unnið tvo fyrstu leiki sína á mótinu, en í gær höfðu þær betur gegn Danmörku.
Karfan spjallaði við Agnesi Jónudóttur leikmann Íslands eftir leikinn, en hún átti frábæran leik, skilaði 21 stigi og 2 fráköstum.
Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil