spot_img
HomeFréttirSindri með tvo sigra

Sindri með tvo sigra

Um þessar mundir er verið að vinna ágætis körfustarf á Hornafirði. Drengjaflokkur Sindra gerði góða ferð til Reykjavíkur um helgina. Á laugardeginum lögðu þeir Ármann í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Sá leikur endaði 55-76.

Á sunnudaginn mættu þeir Valmönnum í Vodafone-höllinni og höfðu Sindramenn ágætan sigur í þeim leik, 56-81. Hákon Guðröður Bjarnason hitti mjög vel á móti Val og setti 32 stig og félagi hans Auðunn Hafdal skoraði körfur á fjölbreyttan hátt og var með 26 stig.

Íslandsvinurinn Georgi Bujukliev þjálfar drengjaflokk Sindra. Liðið er skipað efnilegum leikmönnum sem léku skynsaman sóknarleik og vel útfærðan varnarleik.

Myndin er af drengjaflokki Sindra og Georgi þjálfara.

Fréttir
- Auglýsing -