Svendborg Rabbits fékk skell í dönsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi þegar Danmerkurmeistarar Horsens IC komu í heimsókn. Lokatölur 73-100 Horsens í vil.
Axel Kárason var í byrjunarliði Svendborg en hann gerði 7 stig í leiknum og tók 7 fráköst. Stigahæstur í liði Svendborgar var Brandon Rozzell með 29 stig.
Craig, Arnar og Axel eru nú í 4. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar þar sem Svendborg hefur unnið þrjá leiki og tapað þremur. Horsens eru á toppnum með sex sigurleiki en Israel Martin og félagar hafa heldur ekki tapað leik og eru með fimm sigra. Stórleikur dönsku deildarinnar verður 7. nóvember næstkomandi þegar Bakken Bears taka á móti Horsens IC.