spot_img
HomeFréttirStefán Karel Torfason: Pepplistinn Minn

Stefán Karel Torfason: Pepplistinn Minn

 

Hvað ætli leikmenn setji á fóninn rétt fyrir leik?

 

Við fengum leikmann Snæfells, Stefán Karel Torfason, til þess að ljóstra upp fyrir okkur hvaða lög það væru sem hlustað væri á til þess að koma sér í gírinn.

 

Snæfell tekur á mótir Keflavík kl.19:15 í kvöld í Stykkishólmi.

 

Áður höfðum við fengið lista frá:

Magnúsi Þór Gunnarssyni

Oddi Péturssyni

Baldri Þór Ragnarssyni

Ómari Erni Sævarssyni

Brynjari Þór Björnssyni

Ágústi Orrasyni

Bryndísi Hreinsdóttur

Bergþóru Holton

Ingva Rafn Ingvarssyni

 

 

 

 

Stefán:

"Tónlistin hjá mér fyrir leik er breytileg vinn ekki mikið með eitt og eitt lag heldur vel ég kannski bara einn tónlistarmann og hlusta bara á hann fyrir leik. Hér eru nokkrir sem mér finnst gott að hlusta á á leikdögum." 

Trúir þú á engla – Bubbi Morthens 
Það er eitthvað við þetta lag! 

Leiðin okkar allra – Hjálmar 
Hjálmar er bara band sem maður getur hlustað á aftur og aftur og maður fær ekki leið á þeim.

Vor í Vaglaskóg – Vilhjálmur Vilhjálmsson 
Þetta var oft spilað heima hja mér þegar ég var yngri og bara allt með Villa Vill. 

Chicken fried- Zac Brown Band 
Hef alltaf verið obossiss sveitastrákur þannig þetta gerir góða hluti fyrir mig. 

Stairway to heaven – Led Zeppelin
Skiptir ekki máli hvaða lag það er Led Zeppelin eru með þetta 

Miðgarðsormur – Skálmöld 
Fátt er betra að heyra en þegar Símon Hjaltalín (besti kynnir á landinu) er að kynna okkur drengina og rétt áður en ég hleyp inná völl setur hann skálmöld á phonin, það fullkomnar alveg upphitun.
 

Fréttir
- Auglýsing -